Monday, December 18, 2006

Kennslufræðin

Eitt af þeim vandamálum sem maður rakst á í æfingakennslunni var eigin tilhneiging til að ausa af brunni sinnar miklu þekkingar svo nemendurnir stóðu á blístri – og hvernig manni hættir til að festast í þeirri kennsluhefð sem var notuð á manns eigin skólaárum, þ.e. mötunarforminu.
Góð samskipti við nemendur eru þó líklega það sem skiptir mestu máli hvað árangursríkt nám varðar,að hafa áhuga á nemendum sínum, virða þá og treysta þeim. Þá myndast gagnkvæm virðing.
Slíkt er sérstaklega mikilvægt þegar upp koma ýmis vandamál og truflun í kennslustofunni, svo sem með farsíma, i-pott, fartölvur o.s.frv. Á slíku verður að taka með þolinmæði enda vita nemendur það best sjálfir hvað er viðeigandi og hvað ekki. Ef hins vegar slíkt endurtekur sig oft þarf með lagni að leiða nemandann frá villu síns vegar, t.d. að fara að vinna verkefnið í tölvunni í stað þess að vera í tölvuspili eða einhverju þvílíku. Ef það nægir ekki eru hin fjögur augu best. Ef slík vandamál eru almenn í bekknum þá er þörf á bekkjarfundum þar sem málin eru rædd og sjónarmið nemenda um kennslufyrirkomulagið fá að heyrast.

No comments: